- 9. maí n.k. verður aðalfundur Zontaklúbbsins Emblu og er það síðasti fundur vetrarins 2017-2018.
- Vetrarstarfinu lýkur svo með sölu vorblóma og salats í byrjun júní. Það er stærsti liðurinn í fjáröflun klúbbsins.
- Dagana 29.júni – 3. júlí sumarið 2018 verður 64. heimsþing Zonta International haldið í Yokohama í Japan. 3 konur úr Zontaklúbbnum Emblu munu þá leggja land undir fót, ásamt fjölmörgum konum úr öðrum klúbbum á landinu, og taka þátt í störfum þingsins.
- Árið 2019 munu Zontaklúbbar um allan heim minnast 100 ára afmælis alþjóðlegu samtakanna Zonta International með ýmsu móti, en þau voru stofnuð árið 1919 í Bandaríkjunum.