Styrktarverkefni

layout1

layout2

Test

Zontaklúbburinn EMBLA styrkir árlega nokkur verkefni innanlands auk þess að styrkja alþjóðaverkefni alþjóðasamtaka Zontahreyfingarinnar (ZIF). 

Fjáröflunin, bæði til innlendu og erlendu hjálpar- og styrktarverkefnanna, fer fram með sölu sumarblóma og salats,  sérhannaðs jólapappírs, páskablóma og gjafakorta. Árlegir styrkir klúbbsins til innlendu verkefnanna nema umtalsverðum upphæðum sem sannarlega hafa komið að góðu gagni. 

Innlendu verkefnin eru öll unnin í samræmi við stefnu Zontasamtakanna, þ.e. til styrktar konum og stúlkubörnum. Helstu aðilar sem EMBLUR hafa styrkt undanfarin ár eru menntunarsjóður mæðrastyrksnefndar, Kvennaathvarfið, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Konukot, Alnæmissamtökin, Stígamót og Áfangaheimilið Dyngjan. 

Til styrktar alþjóðlegu hjálparverkefnunum gefur klúbburinn árlega fasta upphæð í styrktarsjóði alþjóðasamtakanna auk tækifærisgjafa, t.d. í tilefni merkisafmæla klúbbkvenna, systurklúbba á Íslandi eða við stofnun nýrra klúbba.

Söfnunarféð til erlendu verkefnanna er eyrnarmerkt þeim hjálparverkefnunum sem eru ákveðin og endurskoðuð á tveggja ára tímabili á heimsþingi samtakanna. Þau verkefni eru alltaf unnin í samvinnu við innlend hjálparsamtök á hverjum stað og eru miðuð stefnu ZONTA sem er að stuðla að bættum lífskjörum kvenna og baráttu gegn ofbeldi.  Á árunum 2016 – 2018 styrkja alþjóðasamtökin eftirtalin verkefni:

Líbería – ,,fistula“verkefni

Löng og erfið fæðing barnungra stúkna þrýstir á fæðingarveg, veldur blóðrásar – truflnum og skemmdum á fæðingarveginum svo göng (fistula) myndast á milli endaþarms og fæðingarvegar með tilheyrandi afleiðingum sem leiða oftast til útskúfunar kvennanna.  

Madagaskar – beinum augum að stúlkum þar!

Meira en fjórðungur stúlkna fær ekki hefðbundna skólagöngu og þriðjungur stúlkna verður þungaður fyrir 18 ára aldur. Markmiðið með verkefninu er að tryggja réttindi útskúfaðra stúlkna og stúlkna í áhættuhópi til grunnskólagöngu í öruggu og vernduðu umhverfi.

Níger – fyrirbygging hjónabands og þungunar táningsstúlkna 

Í Níger er hæst tíðni barnabrúðkaupa og giftast 77% stúlkna yngri en 18 ára og af þeim er þriðjungurinn yngri en 15 ára. Stór hluti táningsstúkna er ekki í skóla og 73% stúlkna á aldrinum 15 – 19 ára er ólæs  og óskrifandi. Verkefnið miðast við að lækka tíðni barnabrúða og þungun  táningsstúlkna í þeim héruðum þar sem hættan er mest.

Nepal – hindrun mansals og nauðungarflutninga kvenna

Nepal hefur lengi verið miðstöð nauðarflutninga vinnuafls og mansals, sérstaklega kvenna og barna í kynlífs- og vinnuþrælkun. Meiri hætta skapaðist á slíkum flutningum í kjölfar jarðskjálftanna 2015.

Betur má lesa um alþjóðlegu styrktarverkefnin hér.

Klúbburinn hefur einnig styrkt sérverkefni erlendis. Má þar nefna ,,Candlelight Foundation“ í Kampala í Uganda, en þau samtök er stofnuð af íslenskum aðilum til að hjálpa heimilislausum stúlkum til sjálfshjálpar. EMBLURNAR hafur einnig tekið þátt í samstarfsverkefnum Zontaklúbbanna á Íslandi, t.d. með fjárframlagi í flóðasjóð eftir flóðbylgjuna miklu í Indónesíu og ljósmæðratöskum handa ljósmæðrum í einangruðustu héruðum Afganistan

 

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.