Að verða félagi

Af og til förum við út fyrir hið hefðbundna fundarform og gerum okkur dagamun.

Emblur taka virkan þátt í Landsambandi Zonta á Íslandi sem og í alþjóðlegum viðburðum.

Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við okkur í Zontaklúbbnum Emblu, ertu velkomin að senda tölvupóst til nýliðanefndar klúbbsins:

Ella B. Bjarnarson, ellabb7@simnet.is

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, olofsnaeholm@gmail.com

Venjan er sú, að konum er boðið að sitja nokkra klúbbfundi sem gestir til að kynnast starfinu áður en tekin er ákvörðun um inngöngu.

Zontakonum gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í gefandi starfi, láta gott af sér leiða til þess að bæta mannréttindi og frelsi kvenna um allan heim. Einnig að kynnast nýjum konum með fjölbreyttan bakgrunn, fræðast um fjölbreytt málefni og eignast vini fyrir lífstíð.

 
Copyright © 2023, Zonta International - District 13.