Um okkur

Zontaklúbburinn Embla selur sumarblóm og salat á vorin til fjáröflunar.
Fyrir jólin seljum við sérhannaðan jólapappir. Prentað er báðum megin á arkirnar og fylgja merkispjöld með.
Emblur tóku þátt í jólamarkaðnum við Elliðavatn fyrir jólin 2017. Seldum við þar trévörur eftir Magnús Steingrímsson, jólapappír og heimabakaðar smákökur.

Fjöldi félaga er 29

Fundir eru haldnir á ýmsum stöðum fyrsta miðvikudag hvers mánaðar frá september fram í maí og er mætingarskylda á fundum.

Félagsgjald er 20.000 kr. á ári, sem greitt er í tvennu lagi og stendur það undir gjöldum til alþjóðasamtaka Zonta og Zontasambands Íslands ásamt rekstri klúbbsins. Konur greiða sjálfar veitingar á fundum.

Hér má sjá Lög Zontaklúbbsins Emblu

Stjórn starfsárið 2019-2020

  • Margrét Magnúsdóttir, formaður.
  • Sóley Björk Færseth, varaformaður
  • Steinvör Edda Einarsdóttir, gjaldkeri.
  • Helga Finnsdóttir, ritari.
  • Guðrún Hansdóttir, stallari og
  • Agnes M. Sigurðardóttir meðstjórnandi.

Auk stjórnar starfa fjölmargar nefndir í Zontaklúbbnum Emblu, eða alls átta. Þær eru jólafundarnefnd, styrktarsjóðsnefnd, fræðslunefnd, kjörnefnd, fjáröflunarnefnd, laganefnd, nýliðanefnd og nefnd um umsjón heimasíðu. Ein mikilvægasta nefndin er fjáröflunarnefndin, en vel heppnuð fjáröflun er grundvöllur þess að geta lagt verðugum verkefnum lið innanlands sem utan.

Til fjáröflunar selur klúbburinn páskaliljur og túlípana fyrir páskana, sumarblóm og salat á vorin. Undanfarin ár hefur klúbburinn verið með sölubás á Jólamarkaði Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk, þar sem seldar hafa verið ýmsar vörur eins og tálgaðir tréjólasveinar frá Magnúsi Steingrímssyni, sérhannaður jólapappír, gjafakort o.fl. Auk þess hefur klúbburinn selt boli, svuntur, tautöskur og nælur með merki Zonta og rennur allur ágóði sölunnar óskiptur til styrktaverkefna.

Fundir veturinn 2019-2020

4. september: Heimafundur í Grímsnesinu.

17.október: Sameiginlegur fundur á Akranesi.

6. nóvember: Vinnustaðafundur.

5. desember: Jólafundur.

8. janúar: Fundur í umsjón fræðslunefndar.

5. febrúar: Heimafundur.

4. mars: Maka- og vinafundur.

1. apríl: Kjörfundur og fundur í umsjón fræðslunefndar.

6. maí: Aðalfundur.

 

 

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.