Jólasala á Eiðistorgi

Emblur tóku þátt í jólamarkaði á Eiðistorgi fyrstu aðventuhelgina í desember. Þar voru seldar ýmsar fallegar, handgerðar jólavörur, svo sem handskornir jólasveinar og jólatré úr viði og heimagerðir jólamerkimiðar. Magnús Steingrímsson hefur séð um að tálga jólatré og jólasveina, bæði stóra sem standa sjálfir og minni sem hengja má á jólatré. Stuðningur hans við klúbbinn hefur verið ómetanlegur síðustu árin. Merkimiðjana föndruðu klúbbkonur og byrjuðu margar þeirra undirbúninginn um sumarið þegar hafist var handa við að hekla lítil jólatré, kransa, snjókorn og fleira og skera út pappa til að líma á.

Á myndinni má sjá þær Dögg Pálsdóttur og Hönnu Maríu Sigurgeirsdóttur sem meðal annarra stóðu vaktina á Eiðistorgi þessa helgi.

Zonta Embla