VELKOMIN Á HEIMASÍÐU ZONTAKLÚBBSINS EMBLU

Zontaklúbburinn Embla var stofnaður 29. september 1988.  Stofnfélagar voru 27, en nú eru 29 konur í klúbbnum með fjölbreytta menntun og eru þær fulltrúar a.m.k. 16 starfsgreina. Í klúbbnum eru einnig nokkrar konur sem að lokinni farsælli starfsævi hafa áhuga og tíma til að vinna að þessu áhugaverða félagsstarfi öðrum konum til góðs í anda hugsjóna og markmiða Zontahreyfingarinnar.

Fundir eru haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar frá september fram í maí  ýmist á veitingastöðum eða í heimahúsum. Á fundum er ýmis konar spennandi fræðsluefni;  fræðandi og skemmtilegir fyrirlestrar eða frásagnir, ýmist í boði klúbbkvenna sjálfra eða utanaðkomandi aðila.  Auk þess er fræðsla um Zontahreyfinguna, alþjóðlegu styrktarverkefnin og umræður um störf klúbbsins.

Einu sinni á ári er sameiginlegur fundur með nágrannaklúbbunum, þ.e.  Zontaklúbbi Reykjavíkur, Zontaklúbbnum Sunnu í Hafnarfirði og  Zontaklúbbi Borgarfjarðar Uglu, í umsjón klúbbanna til skiptis.  Árlega er mökum og vinum boðið á sérstakan fund og í lok hvers starfsárs er oftast farið í ferðalag út fyrir bæinn að vori eða hausti.

Emblur taka þátt í landsfundum Zontasambands Íslands annað hvert ár, umdæmisþingum 13. umdæmis (Danmörk, Noregur, Ísland og Litháen) og alþjóðaþingum Zontasamtakanna (Zonta International) sem haldin eru vítt og breitt um heiminn og eru einstök upplifun þeirra sem þau sækja.

 

UM KLÚBBINN

Númer: 13-03-1223

Stofndagur: 29.september 1988

Fundardagar: Fyrsti miðvikudagur í mánuði

Fundarstaðir: Mismunandi

Fjöldi: 29

 

Hafa samband:

Margrét Magnúsdóttir, formaður.

Netfang: madymagg1955@gmail.com